Lögregla í eftirför
feykir.is
Skagafjörður
06.01.2009
kl. 09.19
Við venjulegt umferðareftirlit við Varmahlíð aðfafranótt síðasta sunnudags stoppaði Lögreglan á Sauðárkróki bíl sem tveir menn voru í. Ekki höfðu þeir þolinmæði til að bíða eftir að lögreglan talaði við þá því þeir óku af stað.
Upphófs þá eftirför Lögreglu um sveitir sem endaði skammt frá Hólaafleggjara. Þá hlupu þeir kumpánar út úr bílnum en annar var hlaupinn uppi en hinn kom í leitirnar stundu síðar kaldur og hrakinn.
Fengu þeir að gista fangageymslur yfir nóttina og eru þeir grunaðir um fíkniefnakeyrslu.
Vart þarf að taka fram að um utanbæjarmenn var að ræða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.