Ljótir hálfvitar á Blönduósi

Þetta eru Ljótu hálvitarnir

Fimmtudaginn 2. júlí kl. 21 þreytir þingeyska stórsveitin Ljótu hálfvitarnir frumraun sína á Norðurlandi Vestra, þegar þeir spila í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Ljótu hálfvitana skipa níu þingeyskir vitleysingar úr ýmsum tónlistaráttum, á ólíkum aldri og sveigjanlegu holdafari. Útkoman er mikill hrærigrautur af tónlistarstefnum, þó þjóðlagablærinn sé sterkastur. Textagerð er mikið metnaðarmál í sveitinni, sem og það grundvallaratriði að skemmta gestum sínum með öllum tiltækum ráðum.
Hljómsveitin gaf nýlega út sína aðra plötu sem ber nafn hljómsveitarinnar og inniheldur lög og texta um helstu eilífðarmálin: konur, bjór, sjómennsku, æðri máttarvöld og samskipti við annað fólk.
Þetta stefnumót húnvetnskrar og þingeyskrar skemmtigleði er mikið tilhlökkunarefni í hljómsveitinni og vonandi líka á tónleikastað. Þetta verða einu tónleikar sveitarinnar í fjórðungnum þetta sumarið.
Miðaverð er 1.500 kr. og húsið verður opnað klukkustund fyrir tónleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir