Ljósmyndasýning í húsi frítímans

Myndir eftir Jón Hilmarsson

Í húsi frítímans er nú í gangi ljósmyndasýning hjá Ljósmyndaklúbbi Skagafjarðar (Ljóska). 23 meðlimir klúbbsins eru með myndir sínar það til sýnis og eru þær til sölu.

Myndir til sýnis

Sýningin opnaði síðustu helgi sem hluti af dagskrá lummudaga. Klúbbmeðlimir voru beðnir um að halda sýninguna á lummudögum.  Það voru margir hins vegar sem komust ekki um helgina og þess vegna var ákveðið að hafa sýninguna uppi áfram dagana 30. júní til 3. júlí (Þriðjudagur til föstudags) og er opið frá 14:30- 22:00 seinnipartinn.
Myndirnar eru af öllu mögulegu, allt frá hestum til fallegs  landslaga Skagafjarðar.
Það sem er hægt að segja um Ljósku er aðalega að klúbburinn var stofnaður fyrir um ári og eru 42 meðlimir í honum núna og er þetta fyrsta sýning klúbbsins.

Myndir til sýnis

Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir og Harpa Sigurðardóttir frá fjöllistahóp Skagafjarðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir