Ljósmyndakeppni á Skagaströnd

Krakkarnir í ljósmyndavali Höfðaskóla á Skagaströnd fengu það verkefni fyrir skömmu að taka 10 myndir í jafnmörgum flokkum . Allar myndirnar voru góðar og skemmtilegar en vinningmyndirnar er hægt að sjá á myndasíðu skólans.

Flokkarnir voru: Vatn, andlit, verkfæri, lífvera, speglun, elli, gleði, bústaður, vinna og barn/ungviði. Krakkarnir máttu taka eins margar myndir og þau vildu í hverjum flokki en máttu bara skila einni til kennarans. Myndirnar voru síðan prentaðar út og hengdar upp í íþróttahúsinu til sýnis eftir flokkum. Þar máttu allir greiða atkvæði um hver væri besta myndin í hverjum flokki. Síðan var farið með myndirnar í listamiðstöðina þar sem þær voru til sýnis á opnu húsi. Þar var einnig hægt að greiða atkvæði um myndirnar.

Sjá myndir HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir