Ljósastaur féll á bíl

Staurinn braut afturglugga og dældaði bílinn

Mikið rok hefur geysað á norður- og vesturlandinu í nótt og í morgun. Nokkuð hefur verið um að útiskreytingar hafi færst úr lagi og slokknað hafi á einhverjum seríum sem slegist hafa til. Sá einkennilegi atburður gerðist í nótt á Sauðárkróki að ljósastaur lét undan veðrinu og féll á bíl.

Voru menn að velta því fyrir sér hvort Kertasníkir hafi átt hlut í máli þegar hann reyndi að krækja í ljósið á staurnum. Aðrir vildu meina að staurinn hafi verið það riðgaður niður við gangstéttina þar sem hann var steyptur fastur að það hafi verið orsökin á því að staurinn fór í sundur. Staurinn féll á kyrrstæðan bíl sem var í nálægu bílastæði og skemmdi hann nokkuð. Brotnaði afturgluggi bílsins og einhverjar beyglur mynduðust.

Mun algengara er að mati sérfræðinga að bílar ráðist á kyrrstæða ljósastaura en hitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir