Ljósadagurinn haldinn í annað sinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
12.01.2016
kl. 09.22
Ljósadagurinn er haldinn í annað sinn í dag, þriðjudaginn 12. janúar, en þá er kveikt á útikertum eða luktum til minningar um látna ástvini. Hugmyndin að Ljósadegi kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar slyss sem varð 12. janúar 2014.
Þess má geta að 29. janúar er tileinkaður líffæragjöfum. Skarphéðinn var líffæragjafi og skapaðist mikil og þörf umræða í þjóðfélaginu um líffæragjöf í kjölfar slyssins.
Allir eru hvattir til að tendra friðarljós, jafnvel nýta afgangskerti eftir jólin og setja í lugtir - lýsa upp skammdegið og minnast látinna ástvina í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.