Lítið um að vera í fjölmiðlavali
Dyggir lesendur Óvitans, málgani fjölmiðlavals Blönduskóla, hafa kannski tekið eftir því að lítið hefur gerst á Óvitanum sl. vikur, en fyrir því eru góðar og gildar ástæður.
Í síðustu viku strauk kennarinn á námskeið og nemendur fengu að fara heim - alsælir. Í þessari viku var svo allur hópurinn veikur nema tvær hraustar meyjar. Þær undirbjuggu viðtal sem taka á í næstu viku og því þurfið þið að bíða örlítið lengur eftir einhverju skemmtilegu.
Munið að þolinmæði er dyggð, segja Óvitarnir en við birtum hér frásögn Óvitans á námsferð í náttúrufræði.
Níundi og tíundi bekkur Grunnskólans á Blönduósi fóru í heimsókn í RARIK í morgun. Lilja kennari var búin að skipuleggja þessa ferð því nemendurnir eru að lesa um varmaorku í náttúrufræðinni. Krakkarnir fengu margar skemmtilegar upplýsingar hjá Hauki Ásgeirssyni rafveitustjóra og Guðmundi Sigfússyni starfsmanni RARIK, meðal annars voru þau frædd mikið um hitaveituna og hvað hún er mikilvæg fyrir Blönduós.
Nemendur fengu svo að fara að skoða borholurnar á Reykjum, og öll þau tæki sem eru þar í kring tengd hitaveitunni t.d. dísel mótorinn sem fer í gang ef það verður rafmagnslaust. Nemendur fengu líka að fá að vita hvað vatnið er t.d. lengi að fara út á Blönduós og einnig hversu langt það fer.
Í lok ferðarinnar fengu nemendur nammi og gos, síðan fóru þeir heim með bíl sem Hallur keyrði. Þetta var rosa skemmtileg ferð og viljum við nemendur í tíunda og níunda bekk þakka fyrir okkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.