Listsýning í Landsbankanum á Skagströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
04.03.2010
kl. 08.40
Vettvangur fyrir listsýningar yngsta fólksins er Landsbanki Íslands. Löng hefð er fyrir því að bankinn bjóði leikskólanemum að vera með listsýningu í útibúinu á Skagströnd í byrjun hvers árs.
Sýningin var að þessu sinni opnuð 4. febrúar i tengslum við alþjóðlega leikskóladaginn. Nafn sýningarinnar er „Hafið, fjaran, ég og fjölskylda mín“. Nú líður senn að lokum sýningarinnar og vill bankinn og listamennirnir hvetja þá sem ekki hafa séð sýninguna að gera það sem allra fyrst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.