Líf og fjör á Andrésarleikum

Það voru 36 keppendur frá skíðadeild Tindastóls sem fóru á Andrésar Andarleikana  á Akureyri sem haldnir voru fyrir skömmu og stóðu sig rosalega vel og komu heim með 2 verðlaun í flokki 9 ára stúlkna. Í flokki 7 og 8 ára fá allir þátttakendur verðlaun fyrir þátttöku í leikjabraut.

Iðkendur skíðadeildar Tindastóls koma frá Skagasrtönd, Varmahlíð og Sauðárkróki og mynda stóran og flottan hópur af ótrúlega duglegum og skemmtilegum krökkum.

Þess má geta að það verður opið á skíðasvæði Tindastóls á föstudag og laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir