Líf að færast í hesthúsahverfið á Blönduósi

Ragnar hafði í nógu að snúast þennan daginn

Neisti.net segir frá því að þau Sandra Marin og Ragnar Stefánsson á Efri Mýrum hafi tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar, þjálfun og kennslu, þar í vetur.

Ragnar var að flytja hross í hesthúsið þegar fréttaritari Neista var á ferð í hverfinu sl. sunnudag og var hann búinn að hitta Hörð, umsjónarmann Reiðhallarinnar og ganga frá pappírunum eins og segir í fréttinni.

 

Skúffukaka beið þeirra Söndru og Ragnars þegar þau mættu til vinnu einn morgunninn. Mynd: Neisti.net

Sandra Marin og Ragnar eru ánægð með aðstöðuna og hlakka til vetrarins enda með mörg spennandi hross í tamningu og þjálfun. Inn eru komnir 3 graðhestar, þeir Maur frá Fornhaga sem er á 6. vetur og  Smyrill frá Oddssstöðum, á 5. vetur undan Sæ frá Bakkakoti. Einnig spennandi foli á 4 vetur, Áfangi frá Sauðanesi sem er undan Hágangi frá Narfastöðum og Slæðu frá Sauðanesi.

Úr þeirra rætun eru komnar inn þær Fruma og  Frökk frá Akureyri og Smáradóttirin Stikla frá Efri-Mýrum. Lotning frá Þúfum er væntanleg inn mjög fljólega.

 

Svo virkilega spennandi vetur framundan hjá þeim en ásamt því að temja og þjálfa mun Sandra kenna í æskulýðsstarfinu í vetur eins og í fyrra.

/Neisti.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir