Lestrarátak í Höfðaskóla
Nú í dag hófst lestrarátak í Höfðaskóla á Skagaströnd og mun standa til föstudagsins 23. janúar. Átakið hefst með heimsókn tveggja rithöfunda, Iðunnar Steinsdóttur og Hjörleifs Hjartarsonar, sem munu lesa úr verkum sínum fyrir nemendur.
Á vef Höfðaskóla segir að skipulagið verði með því sniði að nemendur fá m.a. eina kennslustund á dag til þess að koma sér vel fyrir og lesa sér til ánægju. Einnig mun starfsfólk skólans lesa fyrir nemendur úr bókum að eigin vali. Einnig eru nemendur kvattir til að taka með sér í skólann bók/bækur sem þá langar til að lesa, einnig mega þau taka með sér teppi og/eða púða.
Foreldrar eða forráðamenn, afar og ömmur, frænkur og frændur eru að sjálfsögðu velkomin í heimsókn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.