Leitað að manni í Skagafirði

Í dag hefur staðið yfir leit að manni í Skagafirði og Húnavatnssýslu sem ekkert hefur spurst til frá í gær.  Lögreglan verst frétta af málinu en maðurinn er af erlendu bergi brotinn og mun hafa verið einn á ferð í bifreið á leið norður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar um klukkan hálf þrjú í dag en leit hófst að manninum í morgun.

Ekki liggur fyrir hvenær maðurinn villtist og því ljóst að leitarsvæðið er stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir