Leikskólabörnum í Skagafirði fjölgar milli ára
feykir.is
Skagafjörður
16.09.2009
kl. 08.36
Á síðasta fundi fræðslunefndar lagði fræðslustjóri fram yfirlit yfir fjölda barna í leikskólum í Skagafirði skólaárin 2008 – 2009 annars vegar og 2009 – 2010 hinsvegar. Samkvæmt framlögðum gögnum hefur leikskólabörnum fjölgað um 16 milli ára.
Þá eru 6 börn á biðlista eftir leikskólaplássi leikskóla fædd árið 2007 eða fyrr auk þess sem sex börn bíða eftir úrlausn varðandi ósk um lengda viðveru.
Leikskólabörnum fjölgaði á öllum leikskólum nema Birkilundi í Varmahlíð þar sem börnum fækkaði um tvö. Á Glaðheimum fjölgaði börnum mest eða um 10. 7 plássum var bætt við á Furukoti og á Tröllaborg fjölgaði um eitt barn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.