Leikskóla- og grunnskólabörn kynntu sér starfsemi viðbragðsaðila á Blönduósi

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær eins og annarsstaðar á landinu. Í tilefni dagsins buðu viðbragðsaðilar leikskóla- og grunnskólabörnum á slökkvistöðina á Blönduósi þar sem þau kynntu sér stafsemi þeirra.

Fengu börnin meðal annars að skoða björgunarsveitabíla Bjögunarfélagsins Blöndu og Einar Óli kynnti fyrir þeim starf sjúkraflutningamanna. Öll börnin fengu stöðu aðstoðarmanns slökkviliðs og sprautuðu þau úr brunaslöngu með slökkviliðinu en inni var þeim svo kynnt starfsemi og notkun Neyðarlínunnar 1-1-2

Næstkomandi laugardag verður opið hús á slökkvistöðinni þar sem almenningi verður boðið að koma og kynna sér starfsemi viðbragðsaðila á svæðinu. Dagurinn hefst á hópakstri viðbragðsaðila um bæinn klukkan 10:30. Frá klukkan 11:00-13:00 ætla slökkvilið og sjúkralið að sýna almenningi hvernig þeir vinna að því að klippa bíl í sundur og bjarga fólki sem gæti verið fast í bílnum. Einng verður lögregla og björgunarsveit á staðnum. Eftir það getur almenningur kynnt sér skyndihjálp inni á slökkvistöðinni undir leiðsögn sjúkraflutningamanna.

Í myndasafni slökkviliðsins má sjá myndir frá heimsókn barnanna.

/Slökkvibíll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir