Leikmenn skrifa undir samninga hjá Tindastóli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.02.2010
kl. 14.17
Hver leikmannasamningurinn á fætur öðrum er undirritaður hjá Knattspyrnudeild Tindastóls bæði hjá konum og körlum. Á heimasíðu Tindastóls hafa nöfn leikmanna verið birt undanfarna daga.
Ingvar Björn Ingimundarson hefur skrifað undir leikmannasamning við félagið en hann er í hópi 2. flokks leikmanna en efnilegur og á vonandi eftir að láta til sín taka
Halla Mjöll Stefánsdóttir, Erla Björt Björnsdóttir og Anna Sif Björgvinsdóttir hafa skrifað undir við félagið og leika með meistaraflokki kvenna en mikill hugur í stelpunum og þær ætla sér stórt hlutverk á komandi árum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.