Leikir hinna ungu og efnilegu

2 flokkur fótboltiHinir ungu og efnilegu leikmenn í öðrum flokki Tindastóls í knattspyrnu munu leika tvo æfingaleiki á næstunni en strákarnir munu spila stórt hlutverk í liði meistaraflokks næsta sumar.

Þjálfari liðisns er líkt og hjá meistaraflokk Sigurður Halldórsson og mun hann að sögn leggja  töluverða áherslu á þennan flokk.  Leikir strákanna verða spilaðir laugardaginn 21.nóvember kl. 11:30 í Akraneshöllinni við ÍA. Og  laugardaginn 28.nóvember kl. 14:00 í Boganum á Akureyri við KA.

Feykir.is hvetur þá sem verða á ferðinni á Akranesi eða Akureyri næstu tvær helgar að skella sér á leik með strákunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir