Leikarar og starfsfólk Á frívaktinni sungu fyrir einangraða sminku

Leikarar og starfsfólk LS að loknum aráttusöng til Regínu. Mynd: PF.
Leikarar og starfsfólk LS að loknum aráttusöng til Regínu. Mynd: PF.

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Á frívaktinni  fara af stað á ný eftir tveggja vikna Covid-pásu en eftir mikið púsl og skipulagspælingar á æfingatímabilinu náðist að frumsýna þann 7. maí sl. Daginn eftir fór allt í baklás á Sauðárkróki eftir hópsmit og fór svo að Regína Gunnarsdóttir, ein þeirra sem sminkar leikarana, endaði í sóttkví og síðar í einangrun vegna smits. Í gær fékk hún heimsókn leikara og starfsfólks sýningarinnar sem sungu fyrir utan heimili hennar.

Leikhópur LS kom saman í gær til að taka upprifjunaræfingu fyrir sýningatörnina sem hefst í kvöld og fannst leiðinlegt að vita af sminkunni sitjandi heima í einangrun. Var tekið á það ráð að taka smá upphitun fyrir utan hjá Regínu og syngja henni til skemmtunar, sem tókst bara býsna vel miðað við myndbandið sem fylgir fréttinni.

 

Sungið fyrir sminkuna!

Posted by Feykir on Fimmtudagur, 20. maí 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir