Lausar hendur óskast


Mikill undirbúningur er í gangi þessa síðustu daga fyrir Unglingalandsmótið.  Um helgina risu miklar tjaldbúðir á Flæðunum og í kvöld og annað kvöld á að koma fyrir fánaborgum og skiltum víðsvegar um bæinn.

 

Í kvöld og annað kvöld á að byrja kl. 19:00 og taka til hendinni.  Unglingalandsmótsnefnd kallar eftir aðstoð við þessi verk því margar hendur vinna betur en fáar.  Það þarf að reisa fánaborgir og koma fyrir upplýsingaskiltum og þvíumlíku.  Reiknað er með að vinnan taki um tvo tíma.

 

Ef einhverjir gætu lagt okkur lið væri það afskaplega vel þegið, þeir sem geta komið með batterísborvélar og eða kerrur ættu að taka slíkt með.

 

Mæting er við vallarhúsið kl. 19:00

 

Unglingalandsmótsnefnd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir