Launahækkanir 1. nóvember
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2009
kl. 08.48
Launahækkanir samkvæmt kjarasamningum ASÍ félaga og SA koma til framkvæmda 1. nóvember n.k. og aftur 1. júní 2010.
Kauptaxtar verkafólks munu því hækka um 6750 kr. og taxtar iðnaðarmanna um 8750 kr. þann 1. nóvember. Ákvæðisvinnutaxtar eiga einnig að hækka frá sama tíma.
Þeir sem eru með laun yfir töxtum hækka um 3,5% frá 1. nóvember n.k. sbr. ákvæði um launaþróunartryggingu.
Samninganefnd ASÍ fagnar því að tekist hefur að verja kjarasamninginn og treystir því að ásættanleg niðurstaða náist um framhald stöðugleikasáttmálans
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.