Laun lækka hjá sveitarstjóra og forstöðumönnum í Húnaþingi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.09.2009
kl. 09.17
Samkomulag hefur verið undirritað milli Húnaþing vestra og forstöðumenn sveitarfélagsins auk sveitarstjóra um tímabundna lækkun launa.
Um er að ræða 5% lækkun grunnlauna og er jafnframt samningsbundinn föst yfirvinna skert um 10% en þess í stað fái umræddir starfsmenn einn frídag aukalega í mánuði. Um er að ræða tímabilið frá 1. september nk. til og með 31. desember 2010. Laun sveitarstjórnar lækka um 5% frá og með 1. september.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.