Laugdælir - Tindastóll í bikarnum.

karfa_kkiÍ gær var dregið í 16 liða úrslit Subway bikarkeppninnar. Tindastóll drógst gegn 2. deildar liði Laugdæla á útivelli. Umferðin verður leikin dagana 5. - 7. desember.
 Það eru fáir stórleikir í þessari umferð. Snæfell og Hamar mætast og eru þau einu úrvalsdeildarliðin sem það gera. Aðrir áhugaverðir leikir eru Skallagrímur - Fjölnir, KFÍ - ÍR og Valur - Keflavík. Annars fór drátturinn svo:

Breiðablik - ÍBV
Skallagrímur - Fjölnir
Grindavík - Ármann
Laugdælir - Tindastóll
Valur - Keflavík
Snæfell - Hamar
Hrunamenn - Njarðvík
KFÍ - ÍR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir