Láta veðrið ekki stoppa sig

 

Ívar og Helga ásamt fleiru góðum berjamóförum.

Hann Ívar Elí kom að máli við blaðamann í berjamó sl. sunnudag en Ívar og Helga Júlíana, tvíburasystur hans voru í berjamó ásamt mömmu sinni og tveimur yngri systkinum.

Ástæða þess að Ívar koma að máli við blaðamann var sú að þá hafði rignt í góðar 20 mínútur og Ívar og fjölskylda ákváðu að láta veðrið ekki stoppa sig heldur týna áfram enda var verið að safna í dýrindis krækiberjahlaup. Feykir þakkar Ívari fyrir að hugsa til sín og skorar á fleiri börn að senda myndir og smá fréttir af daglegum afrekum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir