Landsmót UMFÍ hefst í dag
26. Landsmót Ungmennafélags Íslands hefst á Akureyri í dag og mikil eftirvænting í lofti. Undirbúningur mótsins hefur verið langur, en almennt gengið ljómandi vel. Mannvirkin eru tilbúin til þess að taka við öllum þeim fjölmörgu keppendum sem koma til Akureyrar til þess að taka þátt í mótinu.
Skráðir þátttakendur í mótinu eru sem næst tvö þúsund sem gerir það að verkum að þetta mót er eitt það stærsta, ef ekki það stærsta, í hundrað ára sögu landsmótanna.
Veðurspáin fyrir landsmótsdagana er ljómandi góð, þannig að í herbúðum mótshaldara ríkir mikil gleði með að almættið skyldi bænheyra þá með svo afgerandi hætti.
Keppni á Landsmótinu í dag hefst í Sporting á skotsvæðinu á Glerárdal og á sama tíma verður byrjað að keppa í bridds í Glerárskóla. Klukkan 14 hefst síðan handknattleikskeppnin í KA-heimilinu og frjálsíþróttakeppnin hefst kl. 15.
Fjöldi þátttakenda er frá Norðurlandi vestara og væri tilvalið að heimsækja Eyjafjörð og hvetja sitt fólk til dáða.
Nánari upplýsingar um mótið má finna HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.