Landsmót slegið af
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
31.05.2010
kl. 16.27
Á fundi hagsmunaaðila í hrossarækt í dag var ákveðið að fresta landsmóti hestamanna sem vera átti á Vindheimamelum í sumar vegna hrossapestarinnar sem herjað hefur á íslenska hrossastofninn.
Haraldur Þórarinsson, formaður stjórnar landsmótsins, sagði á RÚV að þetta hafi verið erfið en nauðsynleg ákvörðun. Ekki hafi verið forsvaranlegt að stefna saman hestum af öllu landinu vegna þeirrar stöðu sem upp hafi komið vegna veikinnar. Ljóst er að miklar tekjur munu tapast vegna þessarar ákvörðunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.