Landnámshænan í jólapakkann

Að Tjörn á Vatnsnesi er verið að vinna frábært starf með því að rækta íslensku landnámshænuna og viðhalda þar með stofninum sem annars var í bráðri útrýmingarhættu. Var brugðið á það ráð að auglýsa hænuna til jólagjafa og virðist það hafa verið nokkuð vinsælt.

 


Á vef Íslensku landnámshænunnar kemur fram að alls voru teknar 17 unghænur og 34 ungar til jólagjafa í ár svo og 11 fósturhænur. Enda falleg, góð og nytsöm jólagjöf þar sem sá er gjöfina fær hefur arð af henni í umsamdan tíma og fær eggin sín send heim í hverjum mánuði. Og ekki síst styður viðkomandi við ræktun og viðhald á þessum sérstaka og fallega fugli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir