Landbúnaður laðar og lokkar

Þann 16. mars verður haldið málþing í Háskólanum á Hólum um þetta áhugaverða málefni. Það er Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir aðjúnkt við ferðamáladeild sem hefur veg og vanda að skipulagningu, en málþingið er haldið á vegum skólans og Vaxtarsamnings Norðurlands vestra.

Dagskráin fer hér á eftir en einnig má hlusta á viðtal við Hlín í þættinum Víðu og breiðu sem útvarpað var 11. mars.

Allir áhugasamir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

DAGSKRÁ
13.00 Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir fjallar um landbúnaðartengda ferðaþjónustu
13.30 Berglind Viktorsdóttir frá Ferðaþjónusta bænda: Horft til framtíðar með tengingu við fortíðina!
14.00 Stutt hlé
14.15 Berglind Hilmarsdóttir kynnir „Opinn landbúnað“ - Verkefni á vegum Bændasamtakanna
14.45 Hlédís Sveinsdóttir frumkvöðull fjallar um tækifæri í íslenskum landbúnaði
15.15 Kaffihlé
15.30 Vinnusmiðjur: 3 -4 hópar safna saman hugmyndum um nýsköpun í  landbúnaðar-tengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og vinna svo að áætlun hvernig hrinda mætti þessum hugmyndum í framkvæmd.
16.30 Kaffi og kynning á hugmyndum og áætlu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir