Lambarifjur með pestói er réttur helgarinnar

Bylgja Agnarsdóttir á Sauðárkróki ætlar að gefa okkur uppskriftir vikunnar að þessu sinni. Forrétturinn kemur úr hafinu, aðalrétturinn af túninu og eftirrétturinn er syndsamlega góður.

Forréttur:

  • 200 gr smjördeig
  • 100 gr hrísgrjón
  • 100 gr skötuselur eða humar
  • 100 gr reyktur lax
  • 2-3 msk ólífu olía
  • 100 gr rækjur
  • 1 msk karrí
  • 1 dl rjómi
  • salt og pipar
  • 1 stk eggjarauða

 

Sjóðið hrísgrjónin og kælið. Steikið skötusel eða humar í stutta stund og setjið rækjur og hrísgrjón á pönnuna. Kryddið með karrí, salt og pipar, bætið rjóma við og takið af hitanum þegar rjóminn fer að krauma. Bætið reykta laxinum á pönnuna og látið standa í nokkrar mínútur. Skerið 15cm hring úr smjördegi, setjið blönduna á miðjuna og búið til hálfmána. Penslið með eggjarauðunni og bakið við 180°c í 20 mínútur.  Borið fram með salati.

Aðalréttur: Lambarifjur með pestói f. 6

1500 gr lambafillet með rifjum

Pestó rasp:

  • 100 gr bráðið smjör
  • 4 tsk pestó grænt
  • 1 dl brauðrasp ( bakarí)

Rósmarinsósa:

  • 6 dl lambakjötssoð eða vatn og 3 teningar
  • 1-2 greinar ferskt rósmarin
  • Sósujafnari

Brúnið kjötið á öllum hliðum á pönnu setjið á ofngrind. Hrærið pestó og rasp saman við smjörið. Smyrjið á kjötið og bakið við 150°c í 15-20 mín og setjið á grill síðustu 2 mínúturnar.

Sósan

Látið suðuna koma upp á lambakjötssoðinu, kryddið með rósmarin og þykkið. Borðað með steiktu grænmeti.

Eftirréttur:
Litla syndin ljúfa:

  • 140 gr smjör og viðbót til að smyrja formin
  • 140 gr 70% súkkulaði
  • 2 egg
  • 3 eggjarauður
  • 140 gr flórsykur
  • 60 gr hveiti

Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið. Þeytið egg og eggjarauður, bætið flórsykri við og þeytið vel. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið að lokum hveiti saman við. Setjið deigið í form, rúmlega 1 dl í hvert og bakið í 11-12 mínútur án blásturs. Bökunartíminn skiptir öllu (súkkulaði á að leka úr kökunni þegar hún er borðuð ). Borðað heitt með ís.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir