Lærum af dýrkeyptri reynslu
„Ekki er tryggt að til staðar séu nægjanlegar birgðir af lyfjum og bóluefni vegna dýrasjúkdóma“. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn sem Einar K Guðfinnsson lagði fram á Alþingi og var svarað 17. febrúar sl. „Þetta er alvarlegt umhugsunarefni og staða sem menn verða að finna út úr“, segir Einar.
„Að fenginni þessari bitru reynslu er afar mikilvægt að menn setjist rækilega yfir þetta mál. Að því þurfa að koma bændur, vísindamenn, dýralæknar og stjórnsýslan, svo hægt sé að kanna til þrautar hvað best sé að gera til þess að afstýra tjóni í landbúnaðinum. Og eins og bent hefur verið á þá væri mikilvægt til staðar sé viðbragðsáætlun varðandi hættulega dýrasjúkdóma.“ Bætir Einar við en nánar er hægt að fræðast um málið í grein sem birt er á Feyki.is og hægt að sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.