Læknalaust á Blönduósi

Algjörlega er óviðunandi að mati hrepsnefndar Húnavatnshrepps að enginn fastráðinn læknir sé starfandi við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Líkt og Feykir.is greindi frá á dögunum er eini fastráðni læknirinn á Blönduósi nú í hálfs árs leyfi frá störfum og er því enginn starfandi læknir á Blönduósi.
Hreppsnefnd Húnavatnshrepps lýsti á fundi sínum í vikunnu þungum áhyggjum sínum vegna mikils niðurskurðar á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. 
Í ályktun frá hreppsnefnd segir; -Þessi niðurskurður hefur leitt til fjöldauppsagna starfsfólks, sem hlýtur að veikja faglegt starf verulega.  auk þess er algjörlega óviðunandi að enginn fastráðinn læknir sé starfandi við stofnunina. Hreppsnefnd Húnavatnshrepps óskar eftir að nú þegar boði Heilbrigðisráðuneytið til fundar með fulltrúum HSB og sveitarstjórna í A-Hún um stöðu Heilbrigðisstofnunarinnar

Starfs læknis á Blönduósi var auglýst í Morgunblaðinu nú um helgina en þangað til ráðningarferli lýkur munu íbúar á Blönduósi þurfa að reiða sig á afleysingalækna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir