Kýr á Litlu Ásgeirsá fengu drullubað
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
28.04.2010
kl. 17.12
Björgunarsveitin Húnar í Vestur Húnavatnssýslu var kölluð út í dag um kl 12:00 vegna óhapps sem átti sér stað á Litlu Ásgeirsá en þar varð sannkallað drullubað í fjósinu.
Þrjár kýr hjá Sigtryggi bónda á Litlu Ásgeirsá lentu heldur betur í dellunni þar sem þær féllu niður í haughúsið í fjósinu og enduðu þar í drullubaði. Vel gekk að ná kúnum upp úr haughúsinu sem og grindunum sem hrundu með og má þakka það góðri samvinnu bænda og félaga í björgunarsveitunum Húna og Blöndu.
/hunar.123.is
Hægt er að sjá fleiri myndir HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.