Kynningarþing í Verinu á föstudag

Verið á Sauðárkróki

Feykir.is hafði samband við Gísla Svan Einarsson framkvæmdastjóra Versins Vísindagarða og spurði tíðinda.  -Sem betur fer er svo mikill áhugi á því sem er að gerast í Verinu að þessari spurningu er iðulega varpað fram segir Gísli Svan Einarsson framkvæmdastjóri Versins Vísindagarða.

-Hér í Verinu fara fram rannsóknir sem skipa máli fyrir samfélagið þannig að það er ánægjuleg skylda okkar að kynna starfsemina og nokkur verkefni til að gefa áhugasömum tækifæri til að fræðast um það sem er að gerast í  Verinu, bætti Gísli við en Verbúar stanad fyrir miklu kynningarþingi næstkomandi föstudag. Þingið hefst klukkan 13:30 og stendur til 17:00.  Á þinginu munu fyrirtækið Hólaskóli, Iceprótein, Líftæknismiðja Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Umhverfið þitt kynna starfsemi sína og helstu rannsóknir. Eru allir áhugasamir velkomnir á þingið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir