Kynningarfundur um Sumar T.Í.M í dag

Skráning í Sumar T.Í.M. - tómstundir, íþróttir og menningu fyrir 5-12 ára gömul börn í Skagafirði hefst í dag mánudaginn 11. maí en kynningarfundur um tómstundastarfið verður í dag  kl. 16.30 í Húsi frítímans.

Rafræn skráning verður á heimasíðunni www.skagafjordur.is eða í Húsi Frítímans á milli 12.30 og 15.00 en hægt verður að fara inn á skráninguna í gegnum Feyki.is.
 
Í boði verða  7 mismunandi íþróttagreinar, þar á meðal öðruvísi íþróttir og yfir 20 tómstunda- og menningarnámskeið í 8 vikur, virka daga frá kl. 8.05 til 11.45 og frá kl. 13.00 til 15.00. Sumar T.Í.M. hefst  8. júní og stendur til 30.júlí, en nokkrar íþróttir verða þó í boði lengur.

Sveitarfélagið mun greiða Hvatapeninga eftir ákveðnum reglum, líkt og síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir