KYNNING Á NORRÆNUM SUMARBÚÐUM

hus_fritimans_logoUngmennadeild blindrafélagsins mun kynna í Húsi frítímans mánudaginn 16.nóvember klukkan 16:30, verkefnið Norrænar sumarbúðir sem fóru fram á Selfossi sumarið 2009, en Evrópa Unga Fólksins styrkti verkefnið.

 Námskeiðið er endurgjaldslaust og eru allir þeir sem vinna með ungu fólki og ungt fólk hvatt til þess að kynna sér verkefnið. Evrópa unga fólksins vinnur fyrir öll ungmenni í evrópu, fötluð, ófötluð, rík og fátæk. 

Námskeiðið er 90 mínútur og skiptist í tvo liði.

1.Verkefnið Norrænar sumarbúðir á Selfossi 2009

2. Þátttakendur búa til gerviverkefni og setja upp fjölþjóðaverkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir