Kviknaði í kertaskreytingu
feykir.is
Skagafjörður
27.12.2008
kl. 21.38
Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað út að raðhúsi í bænum um tvöleytið í dag þegar reykjarkóf mætti eiganda hússins er hann kom heim.
Í ljós kom að kviknað hafði út frá kertaskreytingu í leirskál en þegar betur var að gáð hafði eldurinn þegar slokknað. Litlar skemmdir urðu vegna atviksins og nægði að lofta vel út til að losna við mesta reykinn.
Heimild: mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.