Kveikt á jólatrénu á Blönduósi

Blönduóskirkja

Sunnudaginn 6. desember verða ljósin á jólatrénu tendruð á Blönduósi en eins og áður er það vinabærinn Moss í Noregi sem færir Blönduósbæ jólatré að gjöf.

Tréð hefur verið reist við Blönduóskirkju og um kl. 17:00 að aflokinni aðventumessu verða ljósin tendruð.
Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá svo það er um að gera að drífa sig í sparifötin og mæta með jólaskapið

 palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir