KS í viðræðum um kaup í Mjólku

Mbl.is segir frá því að viðræður Mjólku við Kaupfélag Skagfirðinga og fleiri um að fjárfesta í Mjólku eru á lokastigi, en þetta hefur Mbl eftir Ólafi M. Magnússyni, framkvæmdastjóra Mjólku.

 

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, staðfestir að viðræður standi yfir. „Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið að skoða ýmsa möguleika og þar á meðal þetta.“ KS á fyrir 7,5% hlut í Mjólkursamsölunni.

 

-Framundan eru samningar um skuldir Mjólku og segir Ólafur nýja fjárfesta mikilvæga fyrir hagsmuni lánardrottna fyrirtækisins. „Velvilji lánardrottna við þetta félag hefur verið alveg einstakur og fyrir það erum við gríðarlega þakklát. Hátt vaxtastig hefur gert okkur erfitt fyrir þar sem við erum sprotafyrirtæki og erum ekki með mikla sjóði af eigin fé,“ segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir