KS deildin af stað í kvöld

Mikil spenna er fyrir keppni kvöldsins í KS deildinni en margir af bestu gæðingum heims munu etja þar kappi í fjórgangi og af æfingum að dæma má ætla að flottar sýningar munu bera fyrir augu áhorfenda.

-Það er deginum ljósara að knaparnir eru að leggja mikinn metnað og vinnu í þátttöku sína í KS- deildinni, segir á heimasíðu Reiðhallarinnar svadastadir.is en þar segir einnig að nokkrir af sterkustu fjórgöngurum landsins mæti og ljóst sé að það verður boðið upp á skemmtilega keppni.

Eins og í fyrra þá mun Skotta kvikmyndafjelag gera sjónvarpsþætti um deildinna sem verða sýndir á RÚV í vetur. Allir eru kvattir til að verða vitni að sterkri og spennandi keppni í 4-gangi sem hefst kl: 20:00, miðaverð er 1500.- krónur og er frítt fyrir 12 ára og yngri.

Rásröð:

  • 1. Þorbjörn Matthíasson -  Rommel frá Hrafnsstöðum.
  • 2. Tryggvi Björnsson - Bragi frá Kópavogi.
  • 3. Viðar Bragason - Von frá Syðra Kolugili.
  • 4. Erlingur Ingvason - Gerpla frá Hlíðarenda.
  • 5. Björn F. Jónsson - Aníta frá Vatnsleysu.
  • 6. Sölvi Sigurðarson - Nanna frá Halldórsstöðum.
  • 7. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum.
  • 8. Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjastöðum II.
  • 9. Ragnar Stefánsson - Lotning frá Þúfum.
  • 10. Riikka Anniina - Svala frá Garði.
  • 11. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Vígur frá Eikarbrekku.
  • 12. Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjamóti.
  • 13. Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum.
  • 14. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum.
  • 15. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli.
  • 16. Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti.
  • 17. Líney María Hjálmarsdóttir - Þytur frá Húsavík.
  • 18. Bjarni Jónasson - Komma frá Garði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir