Króksþrif stækkar við sig

Króksþrif er að setja á laggirnar sérþrifadeild fyrir bifreiðar sem hefur fengið heitið "Króksbón" og mun sú deild sérhæfa sig á hreinsun ökutækja af öllum stærðum og gerðum, innan sem utan.

Deildin mun taka til starfa frá og með mánudegium 22. mars og verður öll þjónusta varðandi hreinsun bifreiða í boði. Dæmi um hreinsun eru; alþrif að innan sem og utan, bón, djúphreinsun sæta með og án dýrahára, mössun, vélahreinsun o.s.frv. Króksbón býður upp á að bifreiðarnar verði sóttar og skilaðar heim að dyrum. Vegna mikillar eftirspurnar er fólk vinsamlegast beðið um að panta tímanlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir