Króksmót um helgina

Nú styttist óðum í að 22. Króksmót Tindastóls verði haldið en það fer fram næstkomandi helgi, 8.-9. ágúst. Þáttakan í ár er mjög góð, líkt og hún hefur verið undanfarin mót og eru nú skráð til leiks 104 lið frá 19 félögum.
Keppni á Króksmóti hefst á laugardag og lýkur á sunnudag svo  það má búast við lífi og fjöri á Sauðárkróki um helgina og nú er bar að krossa fingur og vona að sumarið sé komið til þess að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir