Krákur segir upp 17 manns

Fyrirtækið Krákur á Blönduósi hefur sagt upp sautján starfsmönnum en fyrirtækið rekur verslun og verktakafyrirtæki í bænum.  Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar á Blönduósi segir þetta alvarlegt mál.

Valgarður segir við Vísi.is að sautján manns sé stórt hlutfall bæjarfélagsins en eftir því sem fréttastofa kemst næst búa um 900 manns á Blönduósi. Vonast sé til þess að einhverjir af starfsmönnunum verði endurráðnir innan skamms.

 Lárus Jónsson, eigandi fyrirtækisins, segir að uppsagnirnar taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hann vilji ekki tjá sig um málið og ástæður uppsagnanna fyrr en þá.

/Vísir.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir