KRAKKAMÓT Sumar T.Í.M. og frjálsíþróttadeildar.

Linda Björk mun taka vel á móti ykkur krakkar á frjálsíþróttamóti Sumar TÍM

Miðvikudaginn 29.júlí verður haldið glæsilegt frjálsíþróttamót útaf lokum í Sumar T.Í.M. Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 5-10 ára (f. 1999-2003) í Sumar T.Í.M., ekki bara þá sem hafa æft frjálsar íþróttir í sumar heldur ALLA.

Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 8 ára og yngri (f. 2001-2003) og 9 - 10 ára (f. 1999-2000).

Það verða 4 greinar; 60 m. hlaup, langstökk, boltakast og 400 m. hlaup fyrir yngri hópinn og 600 m. hlaup fyrir eldri hópinn.

Mótið hefst kl. 16.00 og er mæting kl. 15.30 á íþróttavöllinn á miðvikudaginn 29.júlí.

Við hvetjum alla til þess að taka þátt, það kostar ekkert og er aðalmarkmiðið að vera með og hafa gaman. Allir sem taka þátt fá viðurkenningarskjal með árangri sínum.

Nánari upplýsingar og skráningar í síma 660-5501 (Linda Björk) og er síðasti skráningardagur þriðjudagurinn 28.júlí.

Sjáumst á íþróttavellinum á miðvikudaginn kl. 15.30

Linda Björk, Árni Rúnar og Sumar T.Í.M.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir