Kraftur í Kringlubíó
Skotta kvikmyndafjélag skrifaði í gær undir samning við Sambíóin um sýningarrétt á heimildarmyndinni Kraftur. Kraftur verður sýnd í Kringlubíói og er stefnt á 1. sýningu þann 30. september næst komandi.
Kraftur var tekin á árinu 2007 og fjallar um Þórarinn Eymundsson og keppnishest hans Kraft frá Bringu sem árið 2007 urðu tvöfaldir heimsmeistarar í hestaíþróttum.
Myndin hefur nú þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gimli í Kanada þar sem henni var gríðarlega vel tekið. -Þetta er mjög mikil viðurkenning fyrir okkur sem stöndum að baki myndarinnar og hvetur okkur til dáða. Það eru gerðar mjög miklar kröfur um gæði og afþreyingargildi til þess að komast inn í digital bíó. Myndin er tekin í fullri háskerpu og það er því frábært að fá tækifæri til þess að sýna hana við bestu mögulegu aðstæður, segir Árni Gunnarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.