Kraftur á fullum krafti
feykir.is
Skagafjörður
13.11.2009
kl. 19.07
Það er mikið búið að gerast undanfarið og verður mikið um að vera í Reiðhöllinni á Króknum í kvöld en nú stendur undirbúningur sem hæst fyrir Kraft 2009.
Það hefur verið mikill erill í reiðhöllinni þar sem menn eru að koma með tæki og tól sem verða til sýnis á morgun og fjölbreytnin er mikil. Þegar blaðamaður var á ferðinni í dag var verið að stilla upp bílum, sleðum, mótorhjólum, skotvopnum o.fl. og greinilegt að það stefnir í mikla sýningu. Sýningin hefst kl. 10 í fyrramálið og stendur til kl. 18. Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir 12 ára og eldri.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.