Kraftur 2009

Kraftur 2009Útivistar og sportsýningin Kraftur 2009 verður haldin í Reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði laugardaginn 14. nóvember n.k.

Til sýnis verða jeppar, mótorhjól, snjósleðar, kajakar, skúta, byssur og bogar ásamt tækjum og tólum björgunarsveitanna. Ýmis véltæki munu reyna með sér í kraftastælum og gefst gestum m.a. kostur á að skjóta af boga í boði Skotfélagsins Ósmann. Sýningin er opin milli kl. 10 – 18 og aðgangseyrir er kr 1000- fyrir 12 ára og eldri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir