Kosning að glæðast í Skagafirði

Kosningar í Skagafirði hafa glæðst nokkuð núna seinni partinn en alls hafa 1960 manns kosið um kl. 18:30 sem er um 65% þátttaka.

Að sögn Hjalta Árnasonar formanns yfirkjörstjórnar í Skagafirði hefur kjörsóknin verið nokkuð góð síðustu tvo tímana en kosningum er lokið í nokkrum kjördeildum, á Heibrigðisstofnuninni, á Skaga og Fljótum og henni fer að ljúka á hverri stundu á Hofsósi.

Atkvæðatalning hefst um kl. 20 og má búast við fyrstu tölum strax upp úr kl. 22.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir