Kormákshlaup 2010

Umf. Kormákur á Hvammstanga gengst fyrir fjórum götuhlaupum á næstunni þar sem keppt verður í sex flokkum karla og kvenna. Keppt verður um þrenn verðlaun í hverjum flokki.

Til að eiga möguleika á verðlaunum fyrir sæti þurfa keppendur að taka þátt í þremur hlaupum af fjórum og ræður þá tími í þrem hlaupum röð keppenda. Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku Hlaupið verður frá Félagsheimilinu Hvammstanga  

Breyting hefur orðið á áður auglýstum hlaupdögum þannig að fyrsti hlaupadagurinn verður laugardaginn 8. maí kl. 11:00 í stað 1. maí. Annar hlaupadagur verður fimmtudaginn 13. maí kl. 11:00

Hlaupvegalengdir

Aldursflokkar Karlar Konur

  • Fædd 2003 og síðar 300m 300m
  • Fædd 2000 - 2002 600m 600m
  • Fædd 1997 - 1999 800m 800m
  • Fædd 1994 - 1996 800m 800m
  • Fædd 1984 - 1993 800m 800m
  • Fædd 1983 og fyrr 800m 800m

 

Þeir sem hlaupa 800m, keppa um bikar sem gefinn var af Göngufélaginu Brynjólfi til minningar um Bjarka Heiðar Haraldsson. Skal keppandi taka þátt í a.m.k. 3 hlaupum af 4, en einstakur tími ræður úrslitum samkv. stigtölfu FRÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir