Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ifunanya Okoro

Nýi leikmaðurinn í mfl. kvenna, Ifunanya Okoro. MYND TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐU KKD TINDASTÓLS.
Nýi leikmaðurinn í mfl. kvenna, Ifunanya Okoro. MYND TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐU KKD TINDASTÓLS.
Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin hafi samið við Ifunanya Okoro um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Ifunanya Okoro eða Ify eins og hún er kölluð er frá Nígeríu og fædd 1999 og er 183 cm á hæð. Ify hefur spilað fyrir nígeríska landsliðið og urðu þær álfumeistari í sumar og var Ify stigahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.
 
Ify spilar sem bakvörður en getur leyst stöður 1-4 á vellinum. Ify mun styrkja þann flotta hóp sem fyrir er hjá stelpunum. Ify kemur til Íslands á laugardaginn og ætti því að vera með stelpunum í næsta leik sem er laugardaginn 28. október sem er jafnframt þeirra fyrsti heimaleikur þennan veturinn í Síkunu. Stólastelpur fá þá ungmennaflokk Stjörnunnar í heimsókn. kl. 18:00. Körfuknattleiksdeild Tindastóls býður Ify velkomna til starfa.
Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir