Körfuboltanámskeið með Helenu og Ágústi

 Helena Sverrisdóttir landsliðskona í körfuknattleik og Ágúst Björgvinsson munu í dag verða með körfuboltanámskeið fyrir stelpur og stráka fædd á árunum 1994-2003 í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga.

Er námskeiðið liður í ferð þeirra um landsbyggðina í júní í því skyni að standa fyrir einsdags körfuboltanámskeiðum.
Helena er einn besti leikmaður landsins, en hún spilar með háskólaliði TCU í Bandaríkjunum og var valinn leikmaður ársins í Mountain West deildinni 2010. Ágúst hefur þjálfað Helenu frá 14 ára aldri með unglingalandsliðum, A-landsliðum og hjá Haukum í Hafnarfirði. Bæði hafa þau mikla reynslu af æfingabúðum, jafnt hér heima sem og erlendis, þar sem þau hafa verið við þjálfun eða rekið sínar eigin búðir.

Námskeiðið hefst kl. 17:30 og stendur til kl. 20:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir