Komin til Delhí
Þuríður Harpa er komin til Delhí og byrjuð að blogga. Við réttum henni pennann; -Sit hér uppi í rúminu mínu á herbergi 207, á Nu Tech Mediworld í Delhí, nýkomin úr langþráðri sturtu eftir langt ferðalag. Ferðalagið gekk vel þrátt fyrir að ég hæfi ferðalagið að heiman með ælupest í farteskinu. Einhvernveginn var miklu auðveldara að koma hingað út núna heldur en síðast, ekkert kom okkur feðalöngunum á óvart nema ef vera skildi notalega svalt loftslagið þegar við komum út af flugvellinum. Eiginlega er mér hálfkalt hér í herberginu núna enda hitinn úti ekki nema 14 gráður.
Ég hitti hér úti mann sem ég hef verið í meilsamskiptum við, bæði áður en ég fór út fyrst og svo eftir að ég kom heim. Hann heitir Rusty og er búin að njóta meðferðar hér síðan haustið 2007. Hann er hér í fjórða skipti nú ásamt konu sinni, ótrúlega skemmtilegt að hitta hann eftir öll meilin. Þau fara heim á morgun. Ég hitti Shivanni sjúkraþjálfann minn niðri í endurhæfingu klukkutíma eftir að ég kom. Hún byrjaði að taka mig aðeins út, henni fannst ég sterkari og svo sá hún náttúrlega að spasminn var meiri en áður, en hann hefur aukist núna eftir áramótin. Mér var svo úthlutað tíma í endurhæfingunni kl. níu í fyrramálið en þá er kl. hálfþrjú að nóttu heima. Nú er ein systirin komin með stofnfrumusprutu handa mér þannig að ég geri hlé á skrifunum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.