Kólnandi spá

Já, þrátt fyrir að okkur hafi alveg fundist að veðrið gæti verið betra þessa dagana þá er um að gera að njóta sólarglennunnar í dag og eitthvað fram á morgundaginn því eftir það er spáð kólnandi veðri með ákveðinni norðanátt og talsverðri rigningu.
Í dag gerir spáin ráð fyrir norðan 3-8 m/s og skýjuðu veðri en sums staðar verður hvassara og þokubakkar eða súld úti við sjóinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast inn til landsins. Á morgun fer síðan að kólna og samkvæmt spánni verður kalt fram á sunnudag eða jafnvel mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir